Minningar frá Íslandi í vasabroti!
Hrá, ótamin, viðkvæm og ófyrirsjáanleg! Það er það sem gerir íslenska náttúru svo einstaka. Ljósmyndarinn, Rafn Sig, – hefur einbeitt sér að hrárri náttúru Íslands síðan hann var ungur strákur. Wild Iceland bækurnar sýna brot af bestu verkum hans frá síðastliðnum 30 árum. Wild Iceland – Highlands er bók á stærð við stórt póstkort full af einstökum myndum frá hinu stórbrotna landi íss og elda.

Bókin er hluti af bókaflokki sem samanstendur af átta bókum í vasabroti. Hver og ein þeirra einblínir á brot af því besta úr tilkomumikilli náttúru í einstökum hlutum Íslands: Suðurland, Suðvesturland, Reykjavík, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland og hálendið.

Fallegar og eigulegar bækur með einstakri sýn af Íslandi. Tungumál aftan á bókunum eru enska, danska, þýska og franska. Kynningartexti er til af öllum bókunum á þessum fjórum tungumálum.

Mið hálendi Íslands eru hinu einu sönnu óbyggðir Íslands, með ósnortinni og ótaminni náttúru. Stórbrotið jökulsorfið landslagið er æði fagur og fjölbreytt. Svartar sandauðnir, berangurslegt hraun, kyrrlát stöðuvötn, hvítar jökulshettur, skörðótt og litrík fjöll ásamt einstökum grænum gróðurvinjum. Helstu jökla landsins er það að finna, m.a. Vatnajökull, stærsta jökull Evrópu. Þetta er helsta eldumbrotasvæða Íslands með rymjandi eldstöðvum sem bíða síns tíma.