Minningar frá Íslandi í vasabroti!
Hrá, ótamin, viðkvæm og ófyrirsjáanleg! Það er það sem gerir íslenska náttúru svo einstaka. Ljósmyndarinn, Rafn Sig, – hefur einbeitt sér að hrárri náttúru Íslands síðan hann var ungur strákur. Wild Iceland bækurnar sýna brot af bestu verkum hans frá síðastliðnum 30 árum. Wild Iceland – North er bók á stærð við stórt póstkort full af einstökum myndum frá hinu stórbrotna landi íss og elda.

Bókin er hluti af bókaflokki sem samanstendur af átta bókum í vasabroti. Hver og ein þeirra einblínir á brot af því besta úr tilkomumikilli náttúru í einstökum hlutum Íslands: Suðurland, Suðvesturland, Reykjavík, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland og hálendið.

Fallegar og eigulegar bækur með einstakri sýn af Íslandi. Tungumál aftan á bókunum eru enska, danska, þýska og franska. Kynningartexti er til af öllum bókunum á þessum fjórum tungumálum.
Á jaðri norðurheimskaupsbaugsins liggur þetta afar töfrandi landsvæði iðandi af dýralífi, kraftmikilli jarðorku, ógandi jökulám, bjartri miðnætursól og dansandi norðurljósum. Svæðið nær frá botni Hrútafjarðar og yfir Langanes. Á þessum landshluta er að finna marga kyrrláta firði með blómstrandi högum, virk eldfjöll, gjöfular strendur og friðlýsta þjóðgarða, eins og náttúruperluna Mývatn og þjóðgarðurinn Jökulsársgljúfur með Dettifossi, kraftmesta foss Evrópu. Höfuðstaður Norðurlands er hinn aðlandi bær Akureyri.