Siggi og Sigrún Hugleiða

Út er komin ný bók frá Hugarfrelsi sem ber heitið Siggi og Sigrún hugleiða en áður hafa komið út Hugarfrelsi, ásamt kennsluleiðbeiningum og Siggi og Sigrún slaka á. Þar var áhersla lögð á æfingar sem kenna börnum slökun en hér er aftur á móti hugleiðsla í aðalhlutverki. Til að kenna og hjálpa börnum að hugleiða eru lesnar hugleiðslusögur úr bókinni. Sögurnar flytja börnin á mismunandi staði við ólíkar aðstæður í huganum. Sögunar eru mjög myndrænar…

Continue reading

Þegar næsta sól kemur tilnefnd til verðlauna

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar voru tilkynntar rétt í þessu. Við erum hoppandi kát yfir því að Lína Rut fékk tilnefningu fyrir bók sína Þegar næsta sól kemur í flokki myndskreyttra barnabóka. Bókin kom út fyrir síðustu jól en Lína Rut hafði gengið með hugmyndina að henni í mörg ár. Þegar næsta sól kemur er sjálfstæð saga í sagnaflokknum um Núa og Níu en hér lendir Nía í ævintýrum upp á eigin spýtur og þarf að…

Continue reading

Núi og Nía Smáforrit

Nýjung á Íslandi! Við kynnum með stolti og gleði nýtt gagnvirkt lestrarsmáforrit fyrir börn! Upplifðu ævintýraheim Núa og Níu með hljóði og hreyfimyndum! Gagnvirkt smáforrit fyrir börn sem sameinar rafbók, hljóðbók og leik í fyrsta sinn á íslensku. Hægt er að velja texta eða upplestur en á hverri síðu leynast óvæntir glaðningar. Hreyfa má myndirnar á skjánum eða láta þær gefa frá sér hljóð og ýmislegt fleira skemmtilegt. Forritið er byggt á fyrstu sögunni um…

Continue reading

Ljósin í Turninum

Ljósin í Turninum er spennandi og skemmtileg bókasería fyrir börn eftir Arnheiði Borg. Í seríunni eru 7 bækur sem segja frá litríkum sjöburum og ævintýrum þeirra í ríkjum Regnbogasala sem einnig eru sjö. Sjöburarnir eru börn konungshjónanna í Kjarnanum, innst í Regnbogasölum, þar sem ljósin í Turninum bjarta lýsa skært. En sjöburarnir eiga það til að vera býsna hrekkjóttir. Einn daginn fara systkinin yfir strikið og hljóta þungbæra refsingu. Þar að auki slokkna ljósin í…

Continue reading

Jólasveinarnir þá og nú

Allir Íslendingar þekkja jólasveinana og fjölskyldu þeirra, enda ein frægasta ef ekki alræmdasta fjölskylda landsins. Jólasveinarnir eiga sér langa og flókna sögu. Áður vöktu þeir ótta hjá fólki en nú eru þeir bestu vinir barnanna og eru sýnilegastir um jólin. En hvað hafa þeir fyrir stafni árið um kring? Myndlistarmaður nokkur átti sér draum um að mála jólasveinana og aðra meðlimi fjölskyldu þeirra og tókst að fá þá til að sitja fyrir. Margt var skrafað…

Continue reading

Þegar næsta sól kemur

Níu finnst skemmtilegt að sauma og býr sér til fullt af búningum. En hversu marga búninga þarf hún að máta áður en hún finnur þann rétta? Og þarf hún virkilega alla þessa búninga? Nía hefur áður birst ásamt vinum sínum á Töfraeyju í Núi og Nía og Nía fýkur burt en hér lendir hún í ævintýri ein síns liðs og þarf að treysta á eigin kosti. Listakonan Lína Rut hefur skapað fallegan heim þar sem…

Continue reading

Siggi og Sigrún slaka á

Siggi og Sigrún kunna að slaka á og njóta augnabliksins. Þau hafa æft sig bæði inni og úti. Með hjálp Sigga og Sigrúnar geta börn lært að slaka vel á líkamanum og róa hugann á einfaldan hátt. Myndirnar og textinn í bókinni auðvelda börnum að komast í rétt hugarástand til að slaka á sem er gott veganesti fyrir framtíðina. Bókin er upplögð fyrir foreldra og aðra þá sem annast uppeldi barna og vilja hjálpa börnum að ná…

Continue reading

Smákon og Hákon

Eldhúsálfurinn Smákon er uppgefinn eftir hrekki dagsins og ákveður að leggja sig í ferðatösku. Skyndilega er töskunni lokað og Smákon fær að kanna heiminn utan hússins í fyrsta sinn. Mannfólkið ber Smákon óafvitandi með sér í sumarbústaðinn sinn þar sem álfurinn lendir í ýmsum hremmingum en eignast líka nýja og óvænta vini, m.a. tröllið Hákon. Góðir vinir geta nefnilega verið af öllum stærðum og gerðum. Geta þeir hjálpað Smákoni að forðast stóra, loðna skrímslið? Og…

Continue reading

Smákon

Litli eldhúsálfurinn, Smákon, kann best við sig uppi á borðum og inni í skápum þar sem stutt er í mat. Smákoni þykir nefnilega ekki leiðinlegt að borða. Dagar hans líða áfram hver öðrum líkir. Hann felur eina og eina teskeið, endurraðar sykurmolum og prófar að leggja sig í bollum og skálum. Hann kann vel við þetta einfalda og rólega líf, þó stundum langi hann í tilbreytingu. Dag einn er friðurinn úti. Músin Kústur flytur inn…

Continue reading

Hugarfrelsi – Kennsluleiðbeiningar

Hugarfrelsi – Kennsluleiðbeiningar Þessar kennsluleiðbeiningar eru ætlaðar til að vinna með nemendum á leik-, grunn- og framhaldskólastigi. Þær byggja á bókinni „Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga“. Hrafnhildur og Unnur, höfundar bókarinnar, hafa staðið fyrir fjölmörgum fyrirlestrum og námskeiðum fyrir börn, unglinga og fullorðna þar sem áhersla er lögð á öndun, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu. Undir nafninu Hugarfrelsi hefur komið út fjölbreytt efni til að bæta andlega og líkamlega líðan.

Continue reading