Hrafnhildur Sigurðardóttir Vefsíða 

Hrafnhildur Sigurðardóttir er fimm barna móðir, grunnskólakennari að mennt, með 8. stig í söng og með kennaramenntun í Hatha yoga, Yoga Nidra og STOTT PILATES. Hún hefur áður gefið út fjórar bækur: Með á nótunum, Með á nótunum 2 og Stafirnir sem Forlagið gaf út og einnig Hugarfrelsi – kennslubók sem Hugarfrelsi gefur út.

Undir nafninu Hugarfrelsi hefur hún gefið út fjölbreytt efni til að bæta andlega og líkamlega líðan ásamt samstarfskonu sinni og meðhöfundi, Unni Örnu Jónsdóttur. Saman hafa þær staðið fyrir fjölmörgum fyrirlestrum og námskeiðum fyrir börn og fullorðna þar sem áhersla er lögð á sjálfsstyrkingu, öndun, slökun og hugleiðslu.