Hugarfrelsi – Kennsluleiðbeiningar

Þessar kennsluleiðbeiningar eru ætlaðar til að vinna með nemendum á leik-, grunn- og framhaldskólastigi. Þær byggja á bókinni „Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga“.

Hrafnhildur og Unnur, höfundar bókarinnar, hafa staðið fyrir fjölmörgum fyrirlestrum og námskeiðum fyrir börn, unglinga og fullorðna þar sem áhersla er lögð á öndun, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu.

Undir nafninu Hugarfrelsi hefur komið út fjölbreytt efni til að bæta andlega og líkamlega líðan.