Núi og Nía Smáforrit Mánudagur 12.desember

Nýjung á Íslandi!

Við kynnum með stolti og gleði nýtt gagnvirkt lestrarsmáforrit fyrir börn!

Upplifðu ævintýraheim Núa og Níu með hljóði og hreyfimyndum! Gagnvirkt smáforrit fyrir börn sem sameinar rafbók, hljóðbók og leik í fyrsta sinn á íslensku. Hægt er að velja texta eða upplestur en á hverri síðu leynast óvæntir glaðningar. Hreyfa má myndirnar á skjánum eða láta þær gefa frá sér hljóð og ýmislegt fleira skemmtilegt.

Forritið er byggt á fyrstu sögunni um Núa og Níu og vini þeirra á Töfraeyju eftir Línu Rut Wilberg og Þorgrím Þráinsson, en það var þróað og hannað í samvinnu við CAOZ.

Fæst í Apple Store og Google Play á íslensku og ensku.

Fleiri tungumál eru væntanleg síðar og verður þá hægt að fá ókeypis uppfærslu á forritinu til að nálgast þau.

Einstaklega skemmtileg afþreying fyrir börn sem gerir þeim kleift að leika sér og lesa eða hlusta á skemmtilega sögu samtímis.

Töfraheimur Núa og Níu lifnar við á skjánum!

Hlekkir:

App store: https://goo.gl/VSUtlU

Google Play: https://goo.gl/pESV3A