Bera Þórisdóttir

Bera Þórisdóttir (1938), er fædd í Reykjavík og uppalin í vesturbænum, dóttir Þóris Baldvinssonar, arkitekts, og Borghildar Jónsdóttur, konu hans. Tók stúdentspróf við Menntaskólanní Reykjavík 1958, BA próf í frönsku og ensku frá Háskóla Íslands, 1966; fil mag próf í ensku frá háskólanum í Gautaborg og nam síðan ensku í 2 ár á framhaldsstigi við sama háskóla.

Ráðinn kennari 1971 við Menntaskólann við Tjörnina, síðar Menntaskólann við Sund og starfaði þar til 2004 er hún fór á eftirlaun.

Eiginmaður er Njörður P. Njarðvík (1936), prófessor og rithöfundur.

Bera er ásamt eiginmanni sínum höfundur bókarinnar Musteri lifandi steina sem kom út hjá NBforlagi 2014.