Unnur Arna Jónsdóttir Vefsíða 

Unnur Arna Jónsdóttir er 3 barna móðir, viðskiptafræðingur að mennt og með kennaramenntun í Yoga Nidra (djúpslökun).

Undir nafninu Hugarfrelsi hefur hún gefið út fjölbreytt efni til að bæta andlega og líkamlega líðan ásamt samstarfskonu sinni og meðhöfundi, Hrafnhildi Sigurðardóttur, svo sem Hugarfrelsi – kennslubók, Hugarfrelsi – heilræði og geisladiskinn Hugarfrelsi – slökun og hugleiðslur. Saman hafa þær staðið fyrir fjölmörgum fyrirlestrum og námskeiðum fyrir börn og fullorðna þar sem áhersla er lögð á sjálfsstyrkingu, öndun, slökun og hugleiðslu.