Rafn Sig.- Vefsíða 

Ljósmyndarinn Rafn Sig,- er þekktur fyrir einstakar ljósmyndir af náttúru Íslands í sinni stórbrotnustu mynd en verk hans hafa birts víða um heim. Ástríða hans á landslagi nær frá mikilfenglegum tindum til fíngerða blóma en ávallt með ótamda náttúru að leiðarljósi. Síðan hann var ungur strákur hefur hann verið sífellt á flandri um láglendi og hálendi Íslands og því velkunnugur bæði þekktum og lítt þekktum perlum landsins.

Rafn Sig.- rekur ljósmyndasíðuna IceStockPhotos.com, auk þess sem hann vinnur að ýmsum ljósmyndaverkum og sem leiðsögumaður.