Minningar frá Íslandi í vasabroti!
Hrá, ótamin, viðkvæm og ófyrirsjáanleg! Það er það sem gerir íslenska náttúru svo einstaka. Ljósmyndarinn, Rafn Sig, – hefur einbeitt sér að hrárri náttúru Íslands síðan hann var ungur strákur. Wild Iceland bækurnar sýna brot af bestu verkum hans frá síðastliðnum 30 árum. Wild Iceland – Southwest er bók á stærð við stórt póstkort full af einstökum myndum frá hinu stórbrotna landi íss og elda.

Bókin er hluti af bókaflokki sem samanstendur af átta bókum í vasabroti. Hver og ein þeirra einblínir á brot af því besta úr tilkomumikilli náttúru í einstökum hlutum Íslands: Suðurland, Suðvesturland, Reykjavík, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland og hálendið.

Fallegar og eigulegar bækur með einstakri sýn af Íslandi. Tungumál aftan á bókunum eru enska, danska, þýska og franska. Kynningartexti er til af öllum bókunum á þessum fjórum tungumálum.

Mikil háhitasvæði, gufustrókar, ólgandi brim, tignarlegir fjallahryggir, líflega fuglabjörg að ógleymdu hinu fræga Bláa lóni er að finna á suðvesturhluta Íslands, svæði sem er afmarkað í þessu riti af Reykjanesskaganum. Skaginn er afar hrjóstrugur en ungar og hvassar hraunbreiður hylja að miklu leiti vestari hlutann. Um 20 km suður af Reykjavík er fjallahryggurinn Brennisteinsfjöll, með mikilfenglegum gígaröðum og hraunhellum. Sagt er að sækja Reykjanesskagann heim sé svipuð upplifun og að lenda á tunglinu eða Mars.