Lína Rut Wilberg Vefsíða 

Lina Rut Wilberg er fædd á Ísafirði 11.mars 1966 en ólst upp í Reykjavík frá 9 ára aldri. Hún útskrifaðist eftir 4 ára nám frá málaradeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1994. Tók námskeið í pappamassa á Ítalíu 1995 og námskeið í „illustration“ í Belgíu 2010.

Lina Rut hefur helgað sig myndlist síðastliðin 20 ár og unnið jöfnum höndum í málverki og skúlptúr, hún hefur haldið sýningar bæði hér heima og á meginlandi Evrópu.