Arnheiður Borg Vefsíða
Arnheiður Borg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1966 og sérkennaraprófi frá KHÍ 1989 og starfaði síðan við kennslu og menntamál allan sinn starfsferil. Hún hefur einnig samið námsefni af ýmsum toga, m.a. í tengslum við íslensku og lífsleikni þar sem efnið var gjarnan sett fram í formi sagna og ævintýra. Auk þess hefur Arnheiður ásamt öðrum komið að gerð námsefnis til að þjálfa mál- og hljóðvitund. Hún hlaut íslensku menntaverðlaunin árið 2008 en í umsögninni segir m.a.:
Kennarastarfið er henni hugsjón og starfsferill hennar hefur verið sérlega farsæll; einkennst af metnaði og áhuga. Smitandi áhugi hennar á hverju því verki sem hún tekur að sér hrífur með sér nemendur og samstarfsfólk, skilar árangri sem oftar en ekki fer langt fram úr væntingum.
Arnheiður hefur þar að auki lagt stund á myndlistarnám við Myndlistarskólann í Reykjavík.