Nía fýkur burt

Lína Rut Wilberg og Þorgrímur Þráinsson Nía er fokin á haf út! Vindurinn ber hana burt frá Töfraeyjunni í átt að ógnvænlegum stöðum þar sem hætturnar leynast. Núi og félagar verða að reyna að bjarga henni úr klípunni með öllum ráðum. Eins gott að Vitrína viskubrunnur á fullt búr af hugmyndum! Ævintýrin halda áfram í töfraveröld Núa og Níu sem er hugarfóstur listakonunnar Línu Rutar. Enn sem fyrr skrifar Þorgrímur Þráinsson söguna.

Continue reading

Púkablístran endurútgefin

Púkablístran og fleiri sögur af Sæmundi fróða Njörður P. Njarðvík og Gunnar Karlsson Sögurnar af göldrótta prestinum Sæmundi fróða, og glímum hans við Kölska og púkana hans, hafa fylgt íslensku þjóðinni um aldabil. Fyrir rúmum 20 árum voru sögurnar gefnar út, í snilldarlegri endursögn Njarðar P. Njarðvík með glæsilegum myndskreytingum eftir Gunnar Karlsson, til að endurnýja kynni ungra lesenda af Sæmundi fróða. Nú hefur leikurinn verið endurtekinn með 2. útgáfu þessara skemmtilegu sagna þar sem…

Continue reading

Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga

Handbók fyrir uppalendur til að hjálpa börnum og unglingum að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Í bókinni er lögð áhersla á góða og djúpa öndun, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu en allt eru þetta aðferðir sem hafa reynst börnum og unglingum vel. Með aðferðunum verður einbeiting þeirra meiri, bellíðan eykst, jákvæð hugsun verður oftar fyrir valinu og sjálfsmyndin eflist. Í hverjum kafla bókarinnar er fróðleikur fyrir uppalendur, verkefni fyrir börn og unglinga og hugleiðslusögur sem…

Continue reading

Dauðamenn – Söguleg skáldsaga

10. apríl 1656 voru tveir feðgar brenndir á báli í Skutulsfirði. Var þeim gefið að sök að hafa ofsótt sóknarprest sinn með göldrum og valdið honum sárum þjáningum, andlegum og líkamlegum. Að dóminum og aftökunni stóðu tveir sýslumenn, Magnús Magnússon á Eyri í Seyðisfirði og Þorleifur Kortsson, sem hvað mest hefur komið við sögu íslenskra galdraofsókna.

Continue reading

Wild Iceland – Hrá, ótamin, viðkvæm og ófyrirsjáanleg

Nýverið komu út fjórar fallegar ljósmyndabækur sem eru hluti af bókaflokkinum Wild Iceland eftir ljósmyndarann Rafn Sig,-. Bókaflokkurinn samanstendur í allt af átta bókum í vasabroti. Hver og ein þeirra einblínir á brot af því besta úr tilkomumikilli náttúru í einstökum hlutum Íslands en fyrstu fjórar bækurnar innihalda ljósmyndir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi, Reykjavík og Vesturlandi.

Continue reading

Helgi skoðar heiminn – endurúgáfa

Helgi skoðar heiminn, hin ástsæla barnabók frá 1976 eftir myndlistarmanninn Halldór Pétursson og Njörð P. Njarðvík rithöfund, hefur verið endurútgefin á íslensku, ensku og dönsku og kemur einnig út í fyrsta sinn á þýsku. Helgi skoðar heiminn naut strax mikillar hylli þegar hún kom fyrst út fyrir 38 árum. Boðskapur sögunnar er að heimurinn sé fullur af lífi. Manneskjurnar eiga veröldina ekki ein. Dýr og vættir náttúrunnar eiga sama rétt og við og okkur ber…

Continue reading