Minningar frá Íslandi í vasabroti!
Hrá, ótamin, viðkvæm og ófyrirsjáanleg! Það er það sem gerir íslenska náttúru svo einstaka. Ljósmyndarinn, Rafn Sig, – hefur einbeitt sér að hrárri náttúru Íslands síðan hann var ungur strákur. Wild Iceland bækurnar sýna brot af bestu verkum hans frá síðastliðnum 30 árum. Wild Iceland – Westfjords er bók á stærð við stórt póstkort full af einstökum myndum frá hinu stórbrotna landi íss og elda.

Bókin er hluti af bókaflokki sem samanstendur af átta bókum í vasabroti. Hver og ein þeirra einblínir á brot af því besta úr tilkomumikilli náttúru í einstökum hlutum Íslands: Suðurland, Suðvesturland, Reykjavík, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland og hálendið.

Fallegar og eigulegar bækur með einstakri sýn af Íslandi. Tungumál aftan á bókunum eru enska, danska, þýska og franska. Kynningartexti er til af öllum bókunum á þessum fjórum tungumálum.
Þessi stóri einangraði skagi í norðvestri tengist hinum hluta Íslands með þröngum granda. Ósnortið jökulsorfið landslagið einkennist af háum og bröttum fjöllum, djúpum fjörðum og tignarlegum fossum sem falla fram af björgum. Þessi dularfulli landshluti iðar af dýralífi en náttúran hefur varðveist tiltölulega óspillt sökum þess hversu afskekkt svæðið er. Láglendið er takmarkað og strjálbýlt með litlum fiskiþorpum. Höfðinn Látrabjarg er vestasti oddi landsins. Þar er stærsta sjávarbjarg Ísland, heimili milljóna fugla, þ.m.t. lundans.