Minningar frá Íslandi í vasabroti!
Hrá, ótamin, viðkvæm og ófyrirsjáanleg! Það er það sem gerir íslenska náttúru svo einstaka. Ljósmyndarinn, Rafn Sig, – hefur einbeitt sér að hrárri náttúru Íslands síðan hann var ungur strákur. Wild Iceland bækurnar sýna brot af bestu verkum hans frá síðastliðnum 30 árum. Wild Iceland – West er bók á stærð við stórt póstkort full af einstökum myndum frá hinu stórbrotna landi íss og elda.

Bókin er hluti af bókaflokki sem samanstendur af átta bókum í vasabroti. Hver og ein þeirra einblínir á brot af því besta úr tilkomumikilli náttúru í einstökum hlutum Íslands: Suðurland, Suðvesturland, Reykjavík, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland og hálendið.

Fallegar og eigulegar bækur með einstakri sýn af Íslandi. Tungumál aftan á bókunum eru enska, danska, þýska og franska. Kynningartexti er til af öllum bókunum á þessum fjórum tungumálum.

Vesturhluti Íslands er fengsælt land sem einkennist af fallegum fjörðum og flóum, gróðursælum héruðum, íburðarmiklum hraunbreiðum, gjöfulum ám og vötnum ásamt mikilfenglegri fjalla- og jöklasýn. Fjölskrúðugt fuglalíf og flóra er að finna á svæðinu. Á Vesturland er land og saga samofin. Urmull af þjóðsögum og munnmælum tengjast svæðinu og eru flestar Íslendingasagnanna skráðar þar. Snæfellsnesið með hinum sindrandi Snæfellsjökuli er einstök náttúruperla út af fyrir sig.