Nía er fokin á haf út! Vindurinn ber hana burt frá Töfraeyjunni í átt að ógnvænlegum stöðum þar sem hætturnar leynast. Núi og félagar verða að reyna að bjarga henni úr klípunni með öllum ráðum. Eins gott að Vitrína viskubrunnur á fullt búr af hugmyndum!

Ævintýrin halda áfram í töfraveröld Núa og Níu sem er hugarfóstur listakonunnar Línu Rutar. Enn sem fyrr skrifar Þorgrímur Þráinsson söguna.