Iceland in your pocket hefur að geyma ljósmyndir frá mörgum fallegum og minnistæðum stöðum á Íslandi. Eins og titillinn gefur til kynna þá er bókin lítil og fer afar vel í vasa og er því kærkomin fyrir þá ferðamenn sem vilja ekki bera með sér stórar og þungar bækur. Bókin hentar einnig vel til gjafa til vina eða viðskiptamanna erlendis því hún er lítil og létt. Höfundar bókarinnar, hjónin Pálmi og Sigrún, hafa getið sér gott orð sem landslags ljósmyndarar.